Aðalástæða þess að Manchester United gat ekki fengið Harry Kane í sumar var sú að félagið fékk Casemiro til liðsins í fyrra. Þetta segir í grein The Athletic um stöðu United í dag.
United hafði mikinn áhuga á Kane í sumar en hafði ekki efni á honum þar sem hann kostaði mikið og er á mjög góðum launum.
United mat það sem svo að það þyrfti nauðsynlega á góðum miðjumanni að halda í fyrra en um leið var félagið komið í erfiða stöðu gagnvart Financial Fair Play reglum og því var ekki hægt að fá Kane í sumar.