fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Skilaboðum föður 8 ára fótboltaiðkanda lekið: Hraunar yfir þjálfarann og börnin í svakalegri eldræðu – „Ekkert foreldri eða barn vill láta niðurlægja sig svona“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 22. desember 2023 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færsla föðurs í hópi fyrir foreldra flokks 8 ára drengja í knattspyrnu hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þar hraunar hann yfir liðið og þjálfara.

Um er að ræða flokk drengja á Englandi og eru foreldrar og þjálfari með sameiginlegan hóp þar.

Faðirinn sem um ræðir var ósáttur eftir tapleik og ákvað að hrauna yfir mannskapinn. Skilaboðin láku svo á veraldarvefinn.

„Þetta var djöfulli vandræðalegt. Það eru gerð sömu mistökin aftur og aftur og ekkert gert í þeim. Við komumst ekkert áfram með boltann og þessu þarf að breyta. Ef þú hefur nokkurn tímann spilað 5-manna bolta veistu að þú þarft að breyta um taktík. Það eru engin samskipti,“ skrifar maðurinn reiður.

„Það var verið að leggja leikmenn okkar í einelti á vellinum og enginn var að bakka hina upp. Tveir leikmenn þeirra fóru framhjá okkar fimm í hvert einasta skipti og enginn gat stoppað þá því þeir hlupu um eins og hauslausar hænur.“

Hann virðist svo gagnrýna þjálfarann harðlega og ráðleggur honum með hina ýmsu taktík inni á vellinum.

„Það hafa ekki orðið neinar framfarir undanfarna 3 mánuði. Við þurfum að búa til þríhyrningsspil til að koma boltanum upp völlinn. Ég taldi tvö skipti þar sem við náðum að tengja saman þrjár sendingar, og þá varð það að marki.

Ég er viss um að ekkert foreldri eða barn vill láta niðurlægja sig svona. Gerðu það, horfðu á einn fótboltaleik og sjáðu hvernig við getum bætt okkur í uppspilinu og mótuninni á liðinu þegar við verjumst.“

Færslurnar í heild eru hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Beckham og Neville henda 17 leikmönnum burt

Beckham og Neville henda 17 leikmönnum burt
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza
433Sport
Í gær

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð