fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Ferguson brjálaðist við starfsmann United fyrir að trufla fund hans með Bellingham

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 22. desember 2023 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Athletic fjallar í dag um tilraun Manchester United til að fá Jude Bellingham til félagsins á sínum tíma.

Það var árið 2020 sem Bellingham var afar eftirsóttur 16 ára gamall leikmaður Birmingham. Þá var talið að Dortmund og United leiddu kapphlaupið um miðjumanninn en að lokum fór hann til Dortmund fyrir 25 milljónir punda.

Í mars þetta sama ár reyndi þáverandi stjóri United, Ole Gunnar Solskjær, að sannfæra Bellingham um að koma á Old Trafford og undirbjó veglega kynningu fyrir hann.

Fékk hann svo sjálfan Sir Alex Ferguson til að hitta Bellingham og sannfæra hann enn frekar í heimsókn sinni til Manchester.

Sagt er að Bellingham hafi tekið í höndina á Ferguson en að hann hafi ekki fengið mikinn tíma til að ræða við goðsögina því John Murtough, yfirmaður knattspyrnumála, greip inn í til að sýna Bellingham aðstæður hjá United.

Við þetta brjálaðist Ferguson og lét Murtough síðar heyra það. Sá síðarnefndi neitar þó fyrir atvikið.

Sem fyrr segir fór Bellingham til Dortmund og sló í gegn. Í sumar var hann seldur til Real Madrid og hefur verið besti leikmaður liðsins það sem af er leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd