Vestri sem komið er upp í efstu deild á Íslandi reynir að ganga frá kaupum á Eiði Aroni Sigurbjörnssyni, varnarmanni ÍBV.
Eiður hefur verið einn jafn besti varnarmaður efstu deildar síðustu ár en ÍBV féll úr deildinni í sumar.
Eiður verður 34 ára gamall á næsta ári, Vestri ætlar sér stóra hluti í efstu deild.
„Ég var að heyra að Vestri væri að kaupa Eið Aron frá ÍBV,“ sagði Mikael Nikulásson, þjálfari KFA í Þungavigtinni í dag.
Mikael sagðist hafa fengið þetta frá góðum og áreiðanlegum aðila.