Stuðningsmenn Liverpool eru vægast sagt ósáttir með ensku úrvalsdeildina og sjónvarpsrétthafa þessa dagana.
Ástæðan er sú að enn á ný hefur leikur liðsins verið settur á í hádeginu.
Liverpool heimsækir Brentford í febrúar og verður leikurinn í hádeginu.
Hefur Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, reglulega látið í sér heyra og segir það ósanngjarnt hversu oft liðið þarf að spila í hádeginu á laugardag.
Þá fer liðið á útivöll gegn Arsenal í byrjun febrúar en sá leikur verður síðdegis á sunnudegi.
Two Liverpool games moved for TV coverage.
Arsenal away now Sun Feb 4, 4.30pm KO.
And yet another Saturday 12.30pm KO for Klopp's side (it's getting silly now), Brentford away on Sat Feb 17. #LFC— James Pearce (@JamesPearceLFC) December 21, 2023