Þrátt fyrir að vera fyrirliði Al Alhi í Sádí Arabíu er Roberto Firmino ekkert að spila þessa dagana og hefur verið á bekknum frá því í október.
Firmino kom til Al Alhi í sumar þegar samningur hans við Liverpool var á enda og gerði hann þriggja ára samning.
Firmino gæti fengið líflínu en nú segja erlenedir miðlar að Steven Gerrard vilji fá hann til Al Ettifaq
Gerrad tók við Al Ettifaq í sumar og sótti þá Jordan Henderson og Georginio Winjnaldum sem báðir léku með Firmino í Liverpool.
Firmino hefur aðeins skorað þrjú mörk í 15 leikjum í Sádí Arabíu en hann skoraði 111 mörk í 362 leikjum fyrir Liverpool