Það kom mörgum á óvart þegar Jurgen Klopp stjóri Liverpool, sagði frá því í gær hver er hann uppáhalds leikmaður fyrir utan leikmenn Liverpool.
Klopp lét ummælin falla eftir 5-1 sigur Liverpool á West Ham í enska deildarbikarnum.
„West Ham eru góðir, þeir komust áfram í Evrópu en glíma við meiðsli. Þeir voru án Michail Antonio en Bowen steig upp í hans stöðu;“ sagði Klopp.
„Bowen er líklega minn uppáhalds leikmaður fyrir utan leikmennina mína. Það er frábært að sjá hvernig hann spilar og hefur bætt sig.“
Ummælin ættu ekki að koma á óvart enda hefur Klopp reglulega verið orðaður við það að kaupa Bowen.