fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Manchester United goðsögn með áhugavert svar er hann var spurður að því hvaða leikmanni sem spilar í dag hann er líkur

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. desember 2023 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dimitar Berbatov, fyrrum leikmaður Manchester United, Tottenham, Fulham og fleiri liða gaf athyglisvert svar er hann var beðinn um að bera sig saman við leikmann sem nú spilar í ensku úrvalsdeildinni.

Búlgarinn átti frábæran feril og vann til að mynda gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2010-2011. Þá skoraði hann 20 mörk og United varð Englandsmeistari í nítjánda sinn.

Berbatov var beðinn um að nefna leikmann sem nú spilar í ensku úrvalsdeildinni sem er svipaður og Berbatov var.

Dimitar Berbatov / GettyImages

„Mér líkar ekki að bera mog saman við einhvern en sá sem kemur upp er Kai Havertz,“ sagði Berbatov.

„Hvernig hann hreyfir sig á vellinum, fylgist með og tekur sinn tíma.“

Havertz gekk í sumar óvænt í raðir Arsenal frá Chelsea á 65 milljónir punda og eftir erfiða byrjun hefur hann unnið hressilega á. Þjóðverjinn er til að mynda með fjögur mörk í síðustu sjö leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref