fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Ögmundur á leið til Breiðabliks? – Framtíð Antons Ara virðist í lausu lofti

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. desember 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Kristinsson, fyrrum markvörður íslenska landsliðsins er sagður á leið í Breiðablik. Þessu er haldið fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Ögmundur er í herbúðum Kifisia í Grikklandi en hefur ekki spilað mikið eftir að hafa samið við félagið í sumar.

Ljóst er að ef Ögmundur semur við Breiðablik er framtíð Antons Ara Einarssonar í lausu lofti, hann hefur varið mark Blika með ágætum síðustu fjögur ár en gæti nú verið á útleið.

Ögmundur var í þrjú ár hjá Olympiakos en spilaði þar fáa leiki. Hann hefur því í rúm þrjú ár lítið spilað.

Ögmundur hefur hins vegar átt afar farsælan feril en hann fór í atvinnumennsku árið 2014.

Hann lék með Fram hér á landi áður en hann hélt út en Ögmundur var í leikmannahópi Íslands á EM 2016 en fór ekki með á HM árið 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fetta fingur út í ummæli Hallgríms í beinni í gær – „Þú gerir það ekki“

Fetta fingur út í ummæli Hallgríms í beinni í gær – „Þú gerir það ekki“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Southampton gerir stólpagrín á TikTok eftir ummæli frá leikmanni City um helgina

Southampton gerir stólpagrín á TikTok eftir ummæli frá leikmanni City um helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Ancelotti að taka við

Allt klappað og klárt – Ancelotti að taka við
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skiptar skoðanir á því hvort Greenwood eigi afturkvæmt en tvö félög kanna möguleikann á að fá hann

Skiptar skoðanir á því hvort Greenwood eigi afturkvæmt en tvö félög kanna möguleikann á að fá hann