fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433

Verkefni KSÍ og Barnaheilla gengið vel

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. desember 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkefnið Verndarar barna, sem er samstarfsverkefni KSÍ og Barnaheilla – Save the children á Íslandi, hefur gengið nokkuð vel á árinu. Heimsóknirnar hafa verið 10 talsins um allt land. Nóvember var sérstaklega stór mánuður þar sem farið var í fimm heimsóknir á Sauðárkrók, Húsavík, Egilsstaði og Höfn í Hornafirði. Á Höfn voru haldin tvö námskeið, eitt á íslensku og annað á ensku.

Námskeiðin, sem eru félögunum að kostnaðarlausu, hafa gengið vel og er almennt mikil ánægja með þau. Verkefnið snýst um það að sérfræðingur frá Barnaheillum heimsækir aðildarfélög KSÍ með fræðsluna „Verndarar barna“ þar sem markmiðið er að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, þekkja einkenni ofbeldis og læra að bregðast við.

KSÍ og Barnaheill stefna að því að öll aðildarfélög KSÍ fái fræðslu áður en verkefninu lýkur, í ágúst 2024. Við hvetjum því félög til að hafa samband við verndararbarna@barnaheill.is til að bóka fræðslu í sitt félag. Hægt er að aðlaga heimsóknirnar að hverjum stað og hefur fjöldi þátttakenda verið allt frá 5 upp í 38 manns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Velur Noble frekar en Fabregas

Velur Noble frekar en Fabregas
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester
433Sport
Í gær

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri
433Sport
Í gær

Arsenal vill framlenga til 2029

Arsenal vill framlenga til 2029