fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Mál Alberts komið inn á borð héraðssaksóknara

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. desember 2023 10:03

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, leikmanns ítalska knattspyrnuliðsins Genoa, er komið inn á borð embættis héraðssaksóknara frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

RÚV greinir frá þessu en Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, staðfesti við fréttastofuna að kynferðisbrotamál sem hafi verið kært til lögreglu í sumar sé komið á borð embættisins en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Greint var frá því í ágústlok að búið væri að kæra Albert fyrir nauðgun og í kjölfarið var hann ekki valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu enda kveða reglur KSÍ um að óheimilt sé að velja leikmann í hópinn ef mál er í gangi gegn viðkomandi hjá lögreglu.

Albert hefur neitað sök í málinu sem hefur ekki haft áhrif á stöðu hans hjá ítalska liðinu. Þar hefur hann verið lykilmaður í vetur og spilað fantavel en hann hefur ekki spilað síðustu leiki vegna meiðsla. Hefur hann verið orðaður við stærri lið í Evrópu í kjölfar góðs gengis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“