fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Forsetinn sagði að milljarðar kæmu í hús en United þarf aldrei að borga það

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. desember 2023 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United þarf ekki að borga Monaco um 2,5 milljarð vegna kaupanna á Anthony Martial árið 2015.

United festi þá kaup á framherjanum frá Monaco og tilkynnti forseti félagsins að kaupverðið væri 57,6 milljónir punda.

„Það eru þarna bónusar sem mjög líklega koma inn,“ sagði forseti Monaco á þeim tíma. Nú er hins vegar ljóst að United mun aldrei þurfa að borga 14,4 milljónir punda af þeirri upphæð.

Martial þurfti að skora 25 mörk til ársins 2019 fyrir United og honum tókst það, United þurfti því að borga 7,2 milljónir punda. Martial þurfti svo að leika 25 landsleiki fyrir Frakkland á meðan hann væri hjá United en það hefur ekki gerst og mun ekki gerast.

Þá var þriðja klásúlan sú að Martial myndi fá Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður í heimi, ljóst er að það verður aldrei. Samningur Martial við United rennur út næsta sumar og eru miklar líkur taldar á að hann fari þá frá félaginu.

Dvöl Martial hjá United hefur verið misheppnuð en eftir um átta ár hjá félaginu hefur honum aldrei tekist að ná almennilegu flugi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar