Cole Palmer sóknarmaður Chelsea hefur nokkuð óvænt sagt frá því að hann hafi alist upp sem stuðningsmaður Manchester United.
Palmer var nefnilega áður leikmaður Manchester City og var þar frá því að hann var krakki.
Palmer er 21 árs gamall en hann var keyptur frá City til Chelsea í sumar á tæpar 50 milljónir punda.
Hann er nú mættur í enska landsliðið í fyrsta sinn. „Þegar ég ólst upp þá horfði ég mikið á fótbolta og sá sem ég leit upp til var Rooney,“ segir Palmer.
„Frá því að ég var lítill krakki hefur hann verið sem sá sem ég horfði til.“