Erik ten Hag, stjóri Manchester United, verður í banni í næsta leik liðsins sem er gegn Everton á útivelli.
Ten Hag fékk að líta gult spjald um helgina er hans menn unnu 1-0 sigur á Luton í úrvalsdeildinni.
Þetta var þriðja gula spjald Ten Hag á tímabilinu og ljóst að hann fer í bann fyrir næsta leik liðsins.
Hollendingurinn kvartaði yfir dómgæslunni í uppbótartíma og fékk í kjölfarið gult spjald.
Það er dágóður tími í næsta leik Man Utd en framundan er landsleikjahlé og verður ekkert spilað um næstu helgi.