Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433 og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og gestur þeirra að þessu sinni var Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar.
Þó Eggert sé aðeins 19 ára gamall er hann mikill fótboltahugsuður og getur séð fyrir sér að verða þjálfari í framtíðinni.
„Já. Ég er mikill pælari og fótbolti er bara líf mitt þannig séð. Ég hef pælt í þessu og eins og staðan er núna sé ég alveg fyrir mér að taka einhver svoleiðis gigg eftir ferilinn,“ sagði Eggert.
Hann kom að uppleggi Stjörnunnar í föstum leikatriðum í sumar.
„Það var gaman en ég er búinn að láta það frá mér í bili,“ sagði hann léttur.
Umræðan í heild er í spilaranum.