Liverpool er komið í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan heimasigur á Brentford í dag.
Mohamed Salah skoraði tvennu í þessum leik og átti flottan leik en Diogo Jota bætti við því þriðja í sigrinum.
Liverpool er nú með 27 stig í öðru sæti deildarinnar, jafn mörg stig og Manchester City sem á leik til góða í dag.
Brighton gerði óvænt jafntefli 1-1 við Sheffield United en heimaliðið missti mann af velli á 69. mínútu og skoraði Sheffield stutu síðar.
West Ham vann 3-2 sigur á Nottingham Forest í frábærum leik og þá var Aston Villa í litlum vandræðum með Fulham og hafði betur, 3-1.
Brighton 1 – 1 Sheffield Utd
1-0 Simon Adingra(‘6)
2-0 Adam Webster(’74, sjálfsmark)
Aston Villa 3 – 1 Fulham
1-0 Antonee Robinson(’27, sjálfsmark)
2-0 John McGinn(’42)
3-0 Ollie Watkins (’64)
3-1 Raul Jimenez(’70)
Liverpool 3 – 0 Brentford
1-0 Mohamed Salah(’39)
2-0 Mohamed Salah(’62)
3-0 Diogo Jota(’74)
West Ham 3 – 2 Nott. Forest
1-0 Lucas Paqueta(‘3)
1-1 Taiwo Awoniyi(’44)
1-2 Anthony Elanga(’63)
2-2 Jarrod Bowen(’65)
3-2 Tomas Soucek(’88)