Liverpool á möguleika á að komast í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag ef liðið vinnur Brentford með þremur mörkum eða meira.
Liverpool er sem stendur í fjórða sæti með 24 stig og er þremur stigum á eftir bæði Manchester City og Arsenal sem eru í fyrsta og öðru sæti.
Brentford hefur spilað vel undanfarið og er með þrjá sigurleiki í röð og getur lyft sér í áttunda sætið.
Hér má sjá byrjunarliðin á Anfield.
Liverpool: Becker, Matip, Alexander-Arnold, Tsimikas, van Dijk(c), Endo, Gakpo, Szoboszlai, Salah, Núñez, Diogo Jota
Brentford: Flekken, Janelt, Collins, Ajer, Pinnock, Mee, Roerslev, Nørgaard(c), Jensen, Wissa, Mbeumo