Real Madrid þarf að treysta á þriðja markvörð sinn næstu þrjár vikurnar en það er maður að nafni Andriy Lunin.
Thbaut Courtois er aðalmarkvörður Real en hann hefur verið meiddur í dágóðan tíma og mun lítið sem ekkert spila á tímabilinu.
Real ákvað því að fá inn Kepa Arrizabalaga frá Chelsea í sumar en hann meiddist í upphitun í vikunni fyrir leik gegn Braga í Meistaradeildinni.
Kepa verður frá keppni næstu þrjár vikurnar og er það nú undir Lunin komið að verja mark spænska liðsins.
Lunin hefur ekki mikla reynslu sem aðalmarkmaður en hann kom til Real árið 2018 og á að baki 11 deildarleiki.
Hann stóð sig vel gegn Braga í Meistaradeildinni og varði til að mynda vítaspyrnu í viðureigninni.