Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433 og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og gestur þeirra að þessu sinni var Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar.
Eggert, sem er 19 ára gamall, er gríðarlega mikið efni og er ekki feiminn við að setja sér háleit markmið.
Hann var spurður að því í þættinum hvar hann dreymdi um að spila í framtíðinni.
„Ég ætla að spila í Chelsea einn daginn,“ sagði Eggert þá, en hann er harður stuðningsmaður liðsins.
Umræðan í heild er í spilaranum.