Liverpool var í vandræðum í Frakklandi í kvöld þegar liðið heimsótti Toulouse í Evrópudeildinni.
Liverpool lenti þar 2-0 undir en Trent Alexander-Arnold lagaði stöðuna.
Heimamenn komust svo í 3-1 áður en Diogo Jota lagaði stöðuna og lokastaðan í Frakkland, 3-2 sigur Toulouse.
Liverpool er með níu stig en Toulouse með sjö stig eftir fjórar umferðir.
Í Hollandi var Kristian Nökkvi Hlynsson í byrjunarliði Ajax sem tók á móti Brighton
Brighton vann þar 2-0 sigur þar sem Simon Adingra og Ansu Fati voru á skotskónum.