Hetjulega barátta Breiðabliks gegn Gent frá Belgíu í Sambandsdeildinni dugði ekki til í kvöld.
Belgarnir sem hafa á að skipa frábæru liði mættu með sína sterkustu leikmenn á Laugardalsvöll.
Gift Orban kom Gent yfir áður en Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö og kom Blikum yfir.
Staðan var 2-1 fyrir Blika í hálfleik. Gift Orban var hins vegar í stuði í síðari hálfleik og skoraði tvö.
Fyrra markið kom úr vítaspyrnu en það síðara úr opnum leik og 2-3 sigur Gent staðreynd. Blikar eru enn án stiga eftir fjóra leiki.