Talið er að Manchester United muni reyna að kaupa framherja í janúar til að veita Rasmus Hojlund samkeppni.
Daily Mail fjallar um þetta og segir að United væri mjög til í að blanda sér í kapphlaupið um Ivan Toney hjá Brentford. Hann mun hins vegar reynast allt of dýr en talið er að Brentford vilji 100 milljónir punda fyrir hann.
Þess í stað fer United líklega í ódýrari kost, einhvern sem mun vera varaskeifa Hojlund til að byrja með og veita honum samkeppni.
Arsenal og Chelsea eru aftur á móti á höttunum eftir Toney.
Leikmaðurinn má snúa aftur á knattspyrnuvöllinn í janúar en hann hefur verið í banni síðan í vor fyrir brot á veðmálareglum.