Starf knattspyrnustjóra getur verið óöruggt en á stærsta sviði fótboltans þarf ekki að vorkenna þeim þó þeir fái að taka pokann sinn. Fá þeir yfirleitt væna summu ef þeim er sagt upp.
Nuno Espirito Santo var í dag rekinn frá Al Ittihad í Sádi-Arabíu og var sagt frá því að hann fengi vel borgað, enda með stóran samning. Það er þó eitthvað undir þeim 5 milljónum punda sem hann fékk er hann var rekinn frá Tottenham á sínum tíma.
Í tilefni að fréttum dagsins var tekinn listi yfir þá sem hafa fengið hæstu summuna eftir uppsögn í fótboltaheiminum.
Þar trónir Antonio Conte á toppnum en hann fékk 26,6 milljónir punda er hann var rekinn frá Chelsea 2018.
Þá er Jose Mourinho hvorki meira né minna en þrisvar á listanum. Hann kann að semja vel.
Listinn í heild er hér að neðan.
1. Antonio Conte (Chelsea, 2018) – 26,6 milljónir punda
2. Julian Nagelsmann (Bayern Munchen, 2023) – 23,7 milljónir punda
3. Jose Mourinho (Manchester United, 2018) – 19,6 milljónir punda
4. Jose Mourinho (Chelsea, 2007) – 18 milljónir punda
5. Laurent Blanc (Paris Saint-Germain, 2016) – 17 milljónir punda
6. Jose Mourinho (Tottenham, 2021) – 16 milljónir punda
7. Luiz Felipe Scolari (Chelsea, 2009) – 13,6 milljónir punda
8. Fabio Capello (Rússland, 2015) – 13,4 milljónir punda
9. Thomas Tuchel (Chelsea, 2022) – 13 milljónir punda
10. Mauricio Pochettino (Tottenham, 2019) – 12,5 milljónir punda