Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu karla var svekktur að sjá þau tíðindi að Vanda Sigurgeirsdóttir, ætli að hætta sem formaður KSÍ.
Vanda gaf það út í fyrradag að hún myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs í febrúar.
Þá er tveggja ára kjörtímabili hennar lokið og ætlar Vanda að fara aftur til fyrri starfa.
„Ég heyrði þetta í gær, þetta er ekki gott. Það er alltaf vont að sjá fólk fara svona fljótt úr starfi,“ sagði Hareide í dag.
„Hún tekur þessa ákvörðun fyrir sig og telur hana vera þá bestu fyrir sig.“
„Ég og Vanda höfum átt gott samband, við verðum bara að sjá hvað gerist svo í kjölfarið á því að hún hætti.“