Manchester United mætir FC Kaupmannahöfn í mikilvægum leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Ungstirnið Omari Forson æfði með liðinu í dag og gæti komið við sögu á morgun.
Forson er 19 ára gamall leikmaður sem getur leyst stöðuarnar fremst á vellinum. Hann er mikið efni.
Hann skrifaði undir atvinnumannasamning við United fyrir tveimur árum og spilaði til að mynda með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu í sumar.
Samningur kappans rennur hins vegar út við lok þessa tímabils en United vill klárlega hafa hann áfram hjá sér.
Að fá tækifæri með aðalliðinu ætti klárlega að hjálpa til við að sannfæra Forson um að vera áfram.
📸 – Omari Forson is training with the first team. No sign of Kobbie Mainoo! #MUFC pic.twitter.com/1Bpie9cY9k
— UtdTruthful (@Utdtruthful) November 7, 2023