Aðeins fjögur félög í heimsfótboltanum eru með leikmannahóp sem samtals er metinn á milljarð evra eða meira.
Þetta er samkvæmt Transfermarkt en vakin er athygli á þessu í enskum miðlum í dag.
Arsenal og Manchester City eru einu ensku leikmannahóparnir sem eru metnir á meira en milljarð evra en Real Madrid og Paris Saint-Germain gera það einnig.
Hér að neðan eru tíu verðmætustu leikmannahóparnir í evrum talið.
1. Manchester City – 1,26 milljarðar
2. Arsenal – 1,10 milljarðar
3. Paris Saint-Germain – 1,07 milljarðar
4. Real Madrid – 1,03 milljarðar
5. Chelsea – 999 milljónir
6. Bayern Munich – 948,15 milljónir
7. Manchester United – 877,30 milljónir
8. Liverpool – 877,30 milljónir
9. Barcelona – 862 milljónir
10. Tottenham – 747,60 milljónir