Sir Jim Ratcliffe sem er að eignast 25 prósenta hlut í Manchester United vill gera talsverðar breytingar á félaginu þegar hann hefur eignast hlut í það.
Ratcliffe er 71 árs gamall en hann mun eiga félagið með Glazer fjölskyldunni.
Manchester Evening News segir að Ratcliffe hafi átt ítrekuð samtöl við Joel Glazer sem er einn af þeim Glazer bræðrum sem stýrir félaginu hvað mest.
Ratcliffe er sagður vilja losna við Richard Arnold sem er stjórnarformaður félagsins og John Murtough sem er yfirmaður knattspyrnumála.
Ratcliffe vill koma með sitt fólk inn og telur að þessir stjórnendur þurfi ekki að vera lengur hjá félaginu.