fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Lampard vildi Bellingham en stjórnin sagði nei út af þessu

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Lampard segir að hann hafi viljað fá Jude Bellingham til Chelsea er hann var stjóri þar.

Lampard, sem er auðvitað fyrrum leikmaður Chelsea, var stjóri liðsins frá 2019 til 2021, svo reyndar aftur um stutt skeið í byrjun þessa árs sem bráðabirgðastjóri.

Áður en Bellingham gekk í raðir Dortmund frá Birmingham árið 2020 vildi Lampard fá hann til Chelsea.

„Þegar ég var stjóri Chelsea langaði mig mjög að fá Jude Bellingham. Ég fékk það ekki í gegn. Það var ekki vilji til að eyða 20 milljónum punda í svo ungan leikmann,“ segir Lampard.

Að lokum fór Bellingham til Dortmund og stóð sig frábærlega þar. Í sumar var hann svo keyptur til Real Madrid á 114 milljónir punda.

Bellingham hefur farið frábærlega af stað með Real Madrid, skorað 13 mörk í 14 leikjum. Þá var hann valinn besti ungi leikmaðurinn á Ballon d’Or verðlaunahátíðinni á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur