VAR á Englandi er í vandræðum á nýjan leik, mörg mistök á þessu tímabili hafa komið upp sem virðast svo augljós en dómarnir hafa verið rangir.
Síðasta atvikið kom upp hjá Newcastle og Arsenal um helgina en forráðamenn Arsenal eru brjálaðir yfir því að sigurmark Newcastle hafi fengið að standa.
Stærstu mistökin áttu sér líklega stað í leik Tottenham og Liverpool þegar löglegt mark var tekið af Luis Diaz.
Nokkur atvik hafa komið upp hjá Manchester United sem hafa fallið með og á móti liðinu.
Hér að neðan eru stærstu mistökin á tímabilinu.