Xavi, stjóri Barcelona, var harðorður eftir leik sinna manna við Real Sociedad í spænsku deildinni í gær.
Ronald Araujo skoraði eina mark leiksins fyrir gestina en Sociedad var miklu sterkari aðilinn í viðureigninni.
Xavi viðurkennir að Barcelona hafi ekki átt sigurinn skilið annað en gegn Real Madrid um síðustu helgi – að hans sögn.
,,Í dag var staðan öðruvísi en í leiknum við Real Madrid. Við nældum í mjög mikilvægan sigur,“ sagði Xavi og bætti við að hans menn hafi ekki spilað vel.
,,Við þurfum að geta gagnrýnt okkar eigin spilamennsku. Við áttum ekki skilið að vinna þennan leik.“
,,Á sama tíma þá er mikilvægt að geta unnið án þess að eiga það skilið, það er merki um sigurvegara.“