Albert Guðmundsson er óstöðvandi í ítölsku Serie A í dag en hann er leikmaður Genoa þar í landi.
Albert hefur raðað inn mörkum á tímabilinu og er orðaður við stærri lið í sömu deild.
Genoa heimsótti Cagliari í Serie A í dag og skoraði Albert jöfnunarmark liðsins í seinni hálfleik og jafnaði í 1-1.
Leikurinn er ekki búinn og eru góðar líkur á að Albert bæti jafnvel við öðru fyrir lokaflautið.
Hér má sjá mark hans í dag.
GoaL! | Cagliari 1-1 Genoa | Albert Guðmundssonpic.twitter.com/DwZBeGaO8y
— FootColic ⚽️ (@FootColic) November 5, 2023