Það má svo sannarlega segja að Stan Kroenke sé ekki vinsælasti maðurinn í London en hann er eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal.
Kroenke er bandarískur en hann á einnig LA Rams í NFL deildinni og er verðmetinn á 11,5 milljarða dollara.
Það er í raun sturlun að sjá hvar Kroenke fjölskyldan býr en hún eignaðist stærsta búgarð Bandaríkjanna árið 2016.
Kroenke er sjálfur lítið heima fyrir en hann ferðast um allt landið og á það til að kíkja til Evrópu þó hann mæti ekki reglulega á leiki Arsenal.
Ásamt því að eiga Arsenal og LA Rams þá á Kroenke hlut í MLS liðinu Colorado Rapids, NBA liðinu Denver Nuggets og NHL liðinu Colorado Avalanche.
Búgarðurinn er 535 þúsund hektarar á stærð og væri hægt að koma allri New York borg fyrir.
Myndir af þessu má sjá hér.