Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góðan gest og þessa vikuna var Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV, gestur.
Gregg Ryder var á dögunum ráðinn þjálfari karlaliðs KR. Ljóst er að hann var ekki fyrsti maður á blaði en þó sagði Páll Kristjánsson formaður að hann hafi verið sá eini sem fékk tilboð.
„Það getur vel verið að hann hafi verið sá eini sem fékk eitthvað formlegt plagg í hendurnar en það er auðvitað góður leikþáttur að segja að hann hafi verið sá eini,“ sagði Helgi um málið.
Drengjunum líst þó nokkuð vel á ráðninguna.
„Fyrst fannst mér þetta ekki meika sense en svo hef ég rætt við fólk í Þorpinu og Laugadalnum sem voru með honum og þetta er bara mjög fagleg og all-in týpa. Mætir átta og fer heim ellefu á kvöldin,“ sagði Hrafnkell.
Gunnar tók til máls.
„Viðtölin við Palla (formann) og Gregg voru held ég akkúrat það sem KR þurfti á þessum tíma. Hreinsa borðið og nú er þetta ekki lengur milli tannanna á fólki. Mér finnst hann virka sem spennandi kostur. Við megum ekki alltaf líta það neikvæðum augum að hingað komi erlendir þjálfarar. Þó hann hafi verið í neðri deildum hér heima var hann í HB Köge og það fer gott orð af honum í Danmörku líka.“
Umræðan í heild er í spilaranum.