Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ósáttur með dómgæsluna í leik sinna manna gegn Luton í dag.
Liverpool náði í stig að lokum á útivelli gegn Luton en Luis Diaz gerði jöfnunarmark á 95. mínútu í uppbótartíma.
Liverpool vildI fá tvær vítaspyrnur í leiknum en í eitt sinn virtist leikmaður Luton brjóta ansi augljóslega á Virgil van Dijk.
Klopp ber virðingu fyrir hörkunni sem Luton býr yfir en vill þó meina að hans menn hafi átt skilið vítaspyrnu.
,,Ég ber virðingu fyrir þeirra leik en hvernig þeir verjast föstum leikatriðum, þetta er eins og glíma,“ sagði Klopp.
,,Ef þeim er aldrei refsað, af hverju að breyta til? Áður en þeir skoruðu var Virgil tekinn niður í teignum og þetta hefði verið gott stig í glímu.“