Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er alls ekki óvinsæll hjá skoska miðjumanninum Scott McTominay.
Gengi Man Utd á tímabilinu hefur ekki verið nógu gott og eru margir sem telja að starf Ten Hag sé í hættu á Old Trafford.
McTominay er ekki einn af þeim sem efast um hæfileika Hollendingsins og er viss um að hann sé réttur maður til að snúa genginu við.
,,Þetta snýst um marga hluti þegar gengið er ekki gott og liðið er ekki að standast væntingar,“ sagði McTominay.
,,Ég veit að stuðningsmennirnir vilja ekki heyra þetta, þeir vilja sjá úrslit á vellinum, þeir vilja sjá góða frammistöðu og ánægða leikmenn.“
,,Það er ekki staðan þessa stundina en ég er 100 prósent viss um að þjálfarinn geti komið okkur af stað, ég er viss um það.“