Xavi, stjóri Barcelona, viðurkennir það að hann sem og hans leikmenn séu enn bálreiðir eftir tapið gegn Real Madrid um síðustu helgi.
Jude Bellingham reyndist þar hetja Real og skoraði tvennu er liðið vann 2-1 sigur á Nou Camp, heimavelli Barcelona.
Barcelona fær erfitt verkefni í kvöld gegn Real Sociedad og er hugmyndin að hefna fyrir tapið gegn erkifjendum sínum.
,,Við þurfum að endurræsa sjálfa okkur á mjög erfiðum heimavelli. Við erum reiðir, við erum fullir af reiði og þurfum að bæta upp fyrir eigin mistök,“ sagði Xavi.
,,Það eru smáatriðin sem skipta máli hérna, við getum ekki misst einbeitinguna.“