Það var John Terry að kenna að Micah Richards ákvað að leggja skóna á hilluna árið 2019 eftir dvöl hjá Aston Villa.
Richards spilaði 24 leiki í úrvalsdeildinni með Villa 2015-2016 en fékk svo aðeins að spila tvo leiki í næst efstu deild ári seinna.
Það var svo planið að nota Richards í þriggja manna vörn tímabili seinna en eftir komu Terry þá breyttust hlutirnir.
Terry er einn besti varnarmaður í sögu Englands og eftir hans komu þá spilaði Richards ekki einn einasta deildarleik og lagði skóna á hilluna 2019.
,,Steve Bruce sagði við mig að ég myndi fá að spila á þessu tímabili. Svo var ákveðið að semja við John Terry og ég átti að spila hægra megin í þriggja manna vörn ásamt honum og James Chester,“ sagði Richards.
,,JT kom til Villa og sagði einfaldlega: ‘Ég ætla ekki að spila í þriggja manna varnarlínu.’
,,Bruce ræddi síðar við mig og sagðist þurfa að nota JT og hann var líka með James Chester sem hann þekkti frá Hull svo eftir það var framtíð mín skýr.“