fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Einn sá besti sendur í Championship-deildina um helgina – ,,Vil ekki fá afsökunarbeiðni“

Victor Pálsson
Laugardaginn 4. nóvember 2023 11:00

Taylor með spjald á lofti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary O’Neil, þjálfari Wolves, hefur verið ansi ósáttur með dómgæsluna í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

O’Neil bendir á það að þremur dómurum hafi verið refsað fyrir frammistöðu sína með flautuna í leikjum síns liðs.

Anthony Taylor er nýjasta dæmið en hann var sendur í Championship-deildina um helgina og sér um Preston á móti Coventry.

O’Neil vill að dómgæslan í úrvalsdeildinni batni og það sem fyrst en hlutirnir hafa ekki beint fallið með hans liði á tímabilinu.

,,Anthony Taylor mun dæma í næst efstu deild þessa helgi – það eru þá þrír dómarar sem hafa fallið eftir dómgæslu í okkar leik,“ sagði O’Neil.

,,Þessir menn þurfa að passa sig þegar þeir dæma leiki Wolves eða þú verður sendur í Championship-deildina viku seinna.“

,,Ég hef aldrei fengið afsökunarbeiðni og vil ekki fá neina, það hjálpar ekki en vonandi bæta þeir sig í sínu starfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir mættu nema Mbappe

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“