Ef marka má erlenda miðla eru auknar líkur á því að Mohamed Salah fari frá Liverpool næsta sumar og fari til Sádí Arabíu.
Salah var sterklega orðaður við Al Ittihad í sumar en Liverpool hafði þá ekki áhuga á að selja hann.
Football Insider segir að deildin í Sádí Arabíu vinni nú að því að fá Salah og Kevin de Bruyne næsta sumar. Segir einnig að auknar líkur séu á að Salah fari.
Um er að ræða tvo bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar og væri það stórt fyrir deildina.
Salah væri mikill fengur fyrir deildina en er hann átrúnaðargoð í heimi múslima sem er trúin sem er iðkuð í Sádí Arabíu.
Salah er 31 árs gamall og gæti fengið gríðarlega launahækkun með því að fara til Sádí.