Youtube-stjarnan Mark Goldbridge fjallar mikið um málefni Manchester United en hann sýnir einnig þegar hann spilar tölvuleiki.
Var hann með beint streymi í gær er hann var að spila EA FC, áður FIFA, og sýndi hann frá því á Youtube og Twitch.
Spilaði hann með Manchester United og var hann gegn Norwich.
Í stöðunni 3-0 fyrir Goldbridge spurði aðdáandi hann hvort hann gæti leyft Norwich að skora til að heiðra minningu ömmu hans sem hélt með Norwich. Goldbridge hélt nú ekki.
„Ég hef aldrei verið spurður að þessu. Þetta er frumlegt hjá þér. Þú ert að gefa mér samviskubit. Ég sýni enga miskunn, þú mátt ekki sýna miskunn í íþróttum,“ sagði Goldbridge þá.
Þess í stað skoraði Goldbridge annað mark í leiknum.
„Ég skal gera þetta í staðinn. Hafðu þetta. Segðu ömmu þinni frá þessu!“
Hálf lygileg atburðarás sem má sjá hér að neðan.
„My nan who supported Norwich is dead now, can you score a consolation goal in her memory?“ 💀
We’ve got yet another classic @markgoldbridge moment 😂 pic.twitter.com/lWvGdmJpJz
— That’s Football! (@ThatsFootballTV) November 1, 2023