Asamoah Gyan fyrrum sóknarmaður Sunderland í ensku úrvalsdeildinni þarf að greiða fyrrum ástkonu sinni væna summu eftir að hafa farið í DNA-próf.
Gyan neitaði fyrir það að eiga þrjú börn með konunni en hún fór með málið fyrir dómara.
Gyan sem kemur frá Ghana var sendur í DNA-próf þar sem kom í ljós að hann á börnin þrjú.
Dómari dæmdi hann til þess að borga konunni með eignum sem hann á, hann þarf að láta hana fá tvö hús, tvo bíla og bensínstöð. Allt sem er í eigu Gyan í dag.
Gyan spilaði 109 landsleiki fyrir Ghana en hann ákvað að leggja skóna á hilluna í júní.