Erling Haaland framherji Manchester City skilur ekki af hverju stuðningsmenn Manchester United sungu um Roy Keane á leik liðanna á sunnudag.
Reglulega mátti heyra nafn Keane sungið þegar Haaland var með boltann í 0-3 sigrinum gegn United á sunnudag.
Ástæðan er sú að Keane og Alfie Haaland faðir Erling eru ekki miklir vinir, þannig braut Keane svo harkalega á Alfie þegar hann var leikmaður að ferill hans varð að nánast engu.
Keane hafði nokkru áður meiðst í viðskiptum við Alfie og borgaði til baka með einu versta broti fótboltans.
„Það sungu margir um Keane til mín, ég veit ekki af hverju en svona er þetta,“ sagði Haaland.
„Ég fann fyrir pressunni en ég skoraði úr vítinu, mér leið virkilega vel eftir það.“