Ísak Bergmann Jóhannesson var gjörsamlega magnaður í 6-3 sigri Fortuna Düsseldorf á Unterhaching í þýska bikarnum í gær.
Skagamaðurinn knái kom inn sem varamaður í hálfleik.
Hann skoraði svo mörk á 66 mínútu, 78 mínútu og á 107 mínútu í framlengingu.
Að auki lagði Ísak upp eitt mark en Fortuna Düsseldorf vann leikinn að lokum 6-3 sigur.
Ísak hefur reynst þýska félaginu frábærlega frá því að hann kom á láni frá FCK í sumar og hefur hann stimplað sig hressilega inn.
👤 Ísak B. Jóhannesson (f.2003)
🇩🇪 Düsseldorf
🆚 Unterhaching⏩46' kemur inn á
⚽️66'
⚽️78'
⚽️107'🇮🇸 #Íslendingavaktin pic.twitter.com/XpjVf6UZ0V
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) November 1, 2023