Umboðsmaðurinn umdeildi, Wanda Nara, fór í athyglisverða myndatöku á dögunum.
Wanda er eiginkona knattspyrnumannsins Mauro Icardi. Hann spilar í dag hjá Galatasaray í Tyrklandi en var lengst af í ítalska boltanum.
Samband þeirra hefur vægast sagt verið stormasamt og mikið verið fjallað um það í gegnum tíðina. Hafa þau oft hætt saman og tekið saman á ný á meðan heimsbyggðin fylgist með.
Wanda situr einnig reglulega fyrir og myndataka hennar á dögunum vakti mikla athygli. Þar er hún í svokölluðum Catwoman-búning, en myndirnar má sjá hér að neðan.