FC Bayern er farið að verða meðvitað um það að Alphonso Davies ætli sér að fara frá félaginu næsta sumar.
Davies verður samningslaus sumarið 2025 og vill Bayern frekar selja hann næsta sumar en að hann fari frítt.
Bakvörðurinn frá Kanda er ofarlega á óskalista Real Madrid og vinnur félagið út frá því að kaupa hann næsta sumar.
Real Madrid telur að hægt verði að kaupa Davies á 34 til 44 milljónir punda sem telst ekki mikið fyrir leikmann hans í gæðaflokki.
Davies hefur mikinn hraða og styrk og hefur síðustu ár verið einn besti bakvörður í heimi.