Manchester United og Newcastle áttust við á Old Trafford í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Um er að ræða liðin sem mættust í úrslitaleik keppninnar á síðustu leiktíð en þá stóð United uppi sem sigurvegari.
Gestirnir áttu ekki í miklum vandræðum með heimamenn sem hafa verið heillum horfnir undanfarið. Miguel Almiron kom þeim yfir á 28. mínútu og ekki leið langur tími þar til Lewis Hall tvöfaldaði forskotið.
Lið Newcastle var ansi beitt fram á við í kvöld og innsiglaði Joe Willock 0-3 sigur þeirra á 60. mínútu.
Newcastle fer því í 8-liða úrslit en United situr eftir.
Manchester United 0-3 Newcastle
0-1 Almiron 28′
0-2 Hall 36′
0-3 Willock 60′