Lyngby er komið áfram í danska bikarnum eftir sigur á Helsingör í vítaspyrnukeppni í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Lyngby.
Mörk Gylfa komu bæði í fyrri hálfleik en það fyrra var úr vítaspyrnu en hitt var afar glæsilegt.
Gylfi skaut þá með vinstri fæti fyrir utan teig og markvörðurinn kom engum vörnum við.
Helsingör jafnaði leikinn þegar lítið var eftir og því var farið í framlengingu, hvorugu liðinu tókst að skora þar.
Gylfi Þór var farinn af velli þegar vítaspyrnukeppnin hófst en þar skoruðu Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon.
Gylfi Sigurdsson's 2nd goal vs Helsingør
The most both footed player of all-time & it's not even close. pic.twitter.com/JhHPdAIPO8
— SuperStatto™🇮🇸 (@StattoSuper) October 31, 2023