Zinedine Zidane er líklegastur til að taka við Manchester United verði Erik ten Hag rekinn úr starfi.
Odds Checker telur að Zidane sé ansi líklegur til þess að taka við verði hollenska stjóranum vikið úr starif.
Julian Nagelsmann er næst líklegastur samkvæmt veðbönkum.
Ten Hag gæti verið í vanda staddur en Manchester United hefur byrjað tímabilið afar illa.
Antonio Conte, Gareth Southgate og fleiri eru svo einnig nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Ten Hag.