Það er ljóst að Erik ten Hag upplifir pressu í starfi hjá Manchester United eftir erfiða byrjun tímabilsins. Hann kemur ekki vel út í samanburði við Ole Gunnar Solskjær.
Manchester City vann ansi sannfærandi sigur í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er liðið spilaði við granna sína í Manchester United í gær.
Erling Haaland skoraði tvennu í þessari viðureign en fyrra mark hans kom af vítapunktinum í fyrri hálfleik.
Norðmaðurinn bætti við öðru snemma í þeim síðari áður en Phil Foden gerði út um leikinn á 80. mínútu.
Englandsmeistararnir voru mun sterkari aðilinn í þessum leik og áttu sigurinn skilið en Man Utd ógnaði marki gestanna afskaplega lítið.
Samanburður á Ten Hag og Ole Gunnar Solskjær er hér að neðan.