Jude Bellingham var svo sannarlega auðmjúkur í gær eftir leik Barcelona og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni.
Um er að ræða El Clasico viðureignina frægu en Bellingham skoraði tvennu fyrir Real sem vann 2-1 sigur.
Bellingham segist þó ekki hafa verið upp á sitt besta í þessum leik þrátt fyrir að hafa bjargað sínu liði sem lenti undir í fyrri hálfleik.
,,Ég var ekki upp á mitt besta í dag. Þetta snýst um að hjálpa liðinu eins mikið og hægt er og ég gerði það ekki en skoraði tvö mörk,“ sagði Bellingham.
,,Það var skemmtilegt að taka þátt í þessari viðureign. Ég ræddi við fjölskylduna fyrir leik og sagði þeim frá hversu spenntur ég væri. Ég hef horft á marca El Clasico leiki sem krakki og í dag var komið að mér.“
,,Allt er að ganga upp fyrir mig í dag en ég undirbý mig vel fyrir þessa leiki. Ég æfi vel og vil læra og bæta minn leik.“